Slogan
Vefkerfi eftir þínu sniði
iwid505cbb039168
etravel
eGov

Netið er nútíðin og framtíðin í ferðaþjónustu. Ferðaþjónustuaðilar verða að koma sér á framfæri á Internetinu. Með Idega eTravel geta ferðaþjónustuaðilar verið sýnilegir í bókunarvélum á netinu og ferðamenn úti í heimi geta bókað beint og milliliðalaus.

Idega eTravel kerfið gerir ferðaþjónustuaðilum, jafnt stórum sem smáum, kleift að lækka viðskiptakostnað. Markviss vörustjórnun í sjálfvirku bókunarkerfi með greiðslumiðlun leiðir til þess að söluferlið einfaldast. Hver þekkir ekki endalausa tölvupósta við ferðafólk í tengslum við bókanir. Með Idega eTravel er komið á sjálfsafgreiðslu ferðamanna. Bókanir koma án fyrirhafnar.

Fjöldi íslenskar fyrirtækja í ferðaþjónustu nýta nú þegar Idega eTravel bæði fyrir netbókanir og “Sölu yfir borðið”. Þá er öll sala bókuð í eitt og sama kerfið.

Möguleikar

Möguleikar
 • Miðlægur bókunargrunnur - margir söluaðilar

  Yfir 200 ferðaþjónustuaðilar á Íslandi selja þjónustu sína í Idega eTravel kerfinu. Hinir ýmsu söluaðilar í ferðaþjónustu, upplýsingamiðstöðvar, ferðavefir og ferðaheildsalar hafa leitarvélar kerfisins á vefsíðum sínum sem tengdar eru í bókunargrunninn. Með því að skrá sig í grunninn verður þú sýnilegur þar sem ferðamenn bóka á netinu. Skoða

 • Eitt sölukerfi fyrir alla ferðaþjónustu

  Idega eTravel er alhliða bókunarkerfi fyrir ferðaþjónustu ekki einungis hótelbókunarkerfi. Kerfið er einnig bókunarkerfi fyrir skoðunarferðir, s.s. hvalaskoðun, hestaferðir, hefðbundnar útsýnisferðir o.fl. Kerfið býður einnig upp á bókanir á bílaleigubílum og flestri annarri þjónustu sem í boði er fyrir ferðamenn.. Ef þú vilt selja “ferðapakka” á netinu, þá notar þú Idega eTravel. Skoða

 • Bein og milliliðalaus sala á netinu

  Internetið opnar nýja möguleika í markaðssetningu ferðaþjónustunnar. Idega eTravel opnar fjölmargar leiðir inná markaðinn. Ferðaheildsalar og upplýsingamiðstöðvar selja fyrir þig úr miðlægum bókunargrunni en auk þess getur þú tengt Idega eTravel við þína eigin vefsíðu og fengið bókanir beint til þín. Skoða

 • Sala “Yfir borðið”

  Fleiri og fleiri notendur Idega eTravel eru farnir að bóka alla sölu í kerfið, líka þegar viðskiptavinurinn kemur á staðinn og kaupir þjónustu “yfir borðið”. Þannig getur kerfið verið alhliða birgða- og sölukerfi fyrir ferðaþjónustuna – og allt á netinu. Skoða

 • Markviss vöru- og verðstýring

  Idega eTravel býður upp á fullkomna og markvissa vöru- og verðstýringu á þjónustuframboði ferðaþjónustuaðila. Þar er um að ræða margs konar flokkun þjónustunnar, uppsetningu mismunandi verðtímabila og verðflokka auk öflugra stýringa afsláttarflokka. Skoða

 • Sjálfvirk greiðslumiðlun

  Ferðamenn sem bóka í Idega eTravel greiða fyrir vöruna um leið og þeir bóka. Greiðslan fer þá beint til þess sem selur vöruna, ferðaheildsalans eða ferðaþjónustuaðilans. Skoða

 • Ýmsar sérlausnir

  Þróaðar hafa verið ýmsar sérlausnir fyrir notendur Idega eTravel. Þar má nefna bókanir fyrir bíla í ferjur, marga áfangastaði í áætlunarferðum, miðaprentun, gengisuppfærslu söluverða og sérhæfða gjaldkeravirkni.

Footer
©2009 Allur réttur áskilinn IOS hugbúnarður ehf. | Brautarholt 10-14 | 105 Reykjavík | Sími 554 7557 | Hafðu samband