Slogan
Vefkerfi eftir þínu sniði
iwidb0fa88617eaf
ePlatform
eGov

Idega ePlatform er framúrskarandi hugbúnaður fyrir gagnvirkar veflausnir og tölvukerfi á Internetinu. Fáðu í einum pakka opið og nútímalegt tækniumhverfi sem tengir saman forritun, vefhönnun, vefstjórnun, efnisstjórnun og rekstur vefkerfa.

Idega ePlatform er stýrikerfi vefkerfa. Fáðu tilbúinn og heildstæðan búnað fyrir öryggis- og aðgangsstýringar, tilbúnar kerfiseiningar, vefþjónustur, útgáfustýringu, umsýslu á kóða, o.m.fl.

Vertu óháð(ur) framleiðendum tæknibúnaðar. Keyrðu veflausnir þínar í hugbúnaði sem er gerður fyrir alla en er ekki læstur inni. Engu máli skiptir hvort þú trúir á Oracle, Microsoft, IBM eða “Open source”, Idega ePlatform keyrir á þessu öllu.

Möguleikar

Möguleikar
 • Kjarni Idega ePlatform

  Kjarninn í Idega ePlatform er eins og ísjaki, að mestu undir yfirboðinu, ósýnilegur notendum. Sýnilegi hluti kjarnans er “Idega Workspace”, vinnusvæði notenda. Vinnusvæðið tengir saman á einum stað öll kerfi og aðgerðir fyrir innskráðan notanda. Skoða

 • Notenda- og aðgangsstýringar

  Gera verður miklar öryggiskröfur til kerfa sem tengja saman hundruð eða þúsundir notenda á Internetinu. Þannig eru notenda- og aðgangsstýringar hjartað í gagnvirkum veflausnum. Kynntu þér Idega ePlatform. Notenda- og aðgangsstýringakerfið er, eitt og sér, góð ástæða til að velja Idega ePlatform. Skoða

 • Þróunarumhverfi

  Hér er á ferðinni aðgengileg verkfærakista fyrir forritara. Ef gera á breytingar á kóða eða forrita nýja kerfiseiningu þarf að vera hægt að koma forritunum fyrir og tengja á rétta staði - fljótt og örugglega. Tungumálastýringar, útgáfustýringar, virknistillingar og margt fleira eru í verkfærakistu forritarans í Idega ePlatform. Skoða

 • Rekstrarumhverfi

  Eftir að veflausnir hafa verið teknar í notkun, fylgir þeim umsýsla. Dæmi um slíkt eru stillingar á keyrslum, fyrirspurnir í gagnagrunn, stillingar á “caching” til að auka hraða o.m.fl. Idega ePlatform býður uppá öflug tól fyrir kerfisstjóra. Skoða

 • Vefsíðusmiður

  Hver kannast ekki við að minnstu breytingar í útliti og virkni þarf að forrita með tilheyrandi kostnaði. Með Vefsíðusmið Idega ePlatform getur vefstjóri fært til og stillt útlit á kerfiseiningum, bætt við og breytt stílsniðum, opnað og lokað fyrir aðgang, o.s.frv. – og allt án forritunar. Skoða

 • Efnisstjórnun

  Idega ePlatform er líka vefumsjónarkerfi! Umsýslunotendur geta nýtt Idega Workspace til að uppfæra efni. Einnig er hægt að uppfæra efni beint í vefsíðunni. Allar kerfiseiningar idegaWeb hafa efnisstjórnunarham. Almennt efni á vef er uppfært í “Greinakerfi” (Article module). Skoða

 • Viðbætur við Idega ePlatform

  Idega hugbúnaður hefur þróað ýmsar viðbætur við Idega ePlatform sem viðskiptavinir geta keypt sérstaklega. Dæmi um slíkt er “Ldap server” fyrir notendastýringar. Þá er Idega ePlatform tengt við notendaupplýsingar úr öðru kerfi.

Footer
©2009 Allur réttur áskilinn IOS hugbúnarður ehf. | Brautarholt 10-14 | 105 Reykjavík | Sími 554 7557 | Hafðu samband