Slogan
Vefkerfi eftir þínu sniði
iwidadc6470e02d4
Tengingar við bakendakerfi – vefþjónustur

Því miður hefur ekki verið þróað það kerfi sem getur allt. Öll kerfi og tæknilausnir hafa styrk og veikleika. Þess vegna er mikilvægt að velja bestu lausnirnar á hverju sviði og tengja saman ólík kerfi í heildarlausnir. Til þess eru tæknilegir samskiptastaðlar. Í dag er hægt að tengja kerfi saman með stöðluðum vefþjónustum þannig að notendur verða þess ekki varir hvaðan upplýsingarnar koma eða hvaða kerfi voru notuð í ferlinu. Svipað og með rafmagn. Þegar maður kveikir á ljósaperu þá skiptir mann ekki máli hvort rafmagnið kemur frá Búrfelli eða Blönduvirkjun.

Þjóðskrá

Allar lausnir Idega eGov á Íslandi byggja á þjóðskrá. Þjóðskráin auðveldar og tryggir úthlutun lykilorða auk þess sem kerfið þekki innskráðan notanda og fjölskyldu hans. Þannig er m.a. hægt að forskrá ýmsar upplýsingar í umsóknum. Idega hugbúnaður hefur tilbúnar og staðlaðar þjóðskráruppfærslur og innlestra.

Netspjall

Fyrirtækið Modernus hefur þróað hugbúnað fyrir netspjall. Idega hugbúnaður hefur smíðað tengingu við þetta kerfi þ.a. það er eins og hluti af þjónustugátt Idega eGov. Með netspjallinu geta íbúar “kallað á” þjónustufulltrúa til að fá aðstoð. Einnig getur t.d. bæjarstjóri haft viðtalstíma á netinu með því að nota þetta kerfi.

Mentortengingar

Grunnskólar á Íslandi nota kerfi sem heitir Mentor fyrir upplýsingavinnslu í skólastarfi. Idega eGov kerfið er tengt Mentor kerfinu með ýmsum hætti. Skráning nemenda og skólaskipti skila sér beint í bekkjarlista Mentor kerfisins. Mataráskrift foreldra og skólaferðalög í Idega eGov kerfinu byggir á bekkjarlista Mentor kerfisins. Þannig vinna þessi tvö kerfi saman sem heildarlausn.

Tengingar við fjárhagskerfi

Gerð var könnun á símhringingum íbúa til sveitarfélaga og þá kom fram að margir hringja vegna skuldastöðu, fasteignagjalda og annarra fjármálalegra spurninga. Í framhaldi af því voru smíðaðar tengingar við helstu fjárhagskerfi sem íslensk sveitarfélög nota. Þannig geta íbúar sem skrá sig í þjónustugátt Idega eGov fengið yfirlit yfir fjárhagsstöðu sína gagnvart sveitarfélaginu. Þar er hægt að skoða stöður, færslur, ógreidda reikninga o.s.frv.

Tenging Idega eGov við fjármálakerfin byggir á staðlaðri vefþjónustu. Upplýsingar eru lesnar úr fjárhagskerfunum í sérstakan gagnagrunn sem þjónustugáttin vinnur á. Þannig þarf Idega kerfið aldrei að fara í fjárhagskerfið.

Tengingar við málaskrárkerfi

Málaskrár og skjalavörslukerfi eru víða í notkun hjá íslenskum sveitarfélögum. Í stað þess að reyna að útvíkka slík kerfi yfir í rafræna þjónustugátt, nokkuð sem þessi kerfi eru ekki hönnuð fyrir, er hægt að tengja þau við Idega eGov kerfið.

Þegar hafa verið smíðaðar vefþjónustur sem skila erindum úr þjónustugátt Idega eGov yfir í málaskrárkerfin og taka við upplýsingum um stöðu mála og birta í þjónustugáttinni með tilheyrandi skilaboðum.

Efst á síðu
Footer
©2009 Allur réttur áskilinn IOS hugbúnarður ehf. | Brautarholt 10-14 | 105 Reykjavík | Sími 554 7557 | Hafðu samband