Slogan
Vefkerfi eftir þínu sniði
iwidadc6470e02d4
Þjónustugátt – málaskrá á netinu

Aðlaðandi og vel hönnuð þjónustugátt er lykillinn að vel heppnaðri 24/7 þjónustu. Fólk þarf að koma frá sér umsóknum, ábendingum og fyrirspurnum til sveitarfélagsins og stofnana. Opinberir aðilar þurfa að geta komið málum til umsagnar hjá íbúum og almenningi. Með almennri þjónustugátt er hægt að stýra slíkum samskiptum á öruggan hátt og fólk lærir að hagnýta sér slík rafræn samskipti á sama hátt og heimabanka.

Einföld en örugg innskráning

Hægt er að velja um mismunandi leiðir til þess að úthluta aðgangslykli til notenda. Í því sambandi þarf að taka tillit til einfaldleika og öryggis. Einfaldasta leiðin er að gefa upp tölvupóstfang og þá sendir kerfið lykilorð um hæl. Þá kemst viðkomandi strax inn án vandræða. Öruggari leið er að við innskráningu sendir kerfið lykilorð í heimabanka viðkomandi. Þá þarf að skrá sig inn í heimabankann sinn, finna lykilorðið undir “rafræn skjöl” og skrá lykilorðið í innskráningarsíðu þjónustugáttarinnar. Þá er maður kominn inn. Idega styður auk þess rafræn skilríki, sem opinberir aðilar munu taka í notkun á næstunni. Þá skráir fólk sig í þjónustugáttina með sama skilríkinu og lykilorði og t.d. heimabankann.

Allt er varðveitt og skráð

Þjónustugáttin varðveitir greinargott yfirlit yfir öll erindi og mál sem eiga sér stað á milli íbúa/viðskiptavina og sveitarfélags/stofnunar. Allar umsóknir og erindi birtast í málaskrá þess sem á þjónustugáttina. Þar getur hann séð hver tekur við málinu og hver staða málsins er. Öll stöðluð skilaboð frá kerfinu og samskipti á milli aðila eru bæði skráð í þjónustugáttina og sendast viðkomandi í tölvupósti.

Allt á einum stað

Þjónustugáttin einfaldar margvíslega og fjölbreytta samskiptaferla. Hægt er að steypa öllum málaflokkum sveitarfélags í sama útlitið og í samskonar ferla. Allt til að einfalda íbúum lífið. Þjónustugáttin með rafrænum umsóknum og öðrum þjónustum er til staðar á Netinu þegar á þarf að halda.

Þjónustugáttin veitir fólki val. Fólk getur ef það vill skrifað bréf og póstlagt, hringt eða jafnvel heimsótt viðkomandi stofnun. Æ fleiri kjósa hinsvegar að ganga frá sínum málum á Netinu – í þjónustugáttinni.

Sérsniðnar þjónustugáttir

Þjónustugátt Idega eGov v3 gerir stofnunum kleift að sérsníða ólíkar gáttir fyrir hina ýmsu markhópa. Hægt er að stýra aðgengi afmarkaðra hópa þannig að hver aðili fær þá gátt sem hann á að fá.

Umsýslugáttir eða tengingar við önnur kerfi

Afgreiðsla umsókna og erinda getur verið með tvennum hætti. Hægt er að senda málið úr þjónustugáttinni í annað bakendakerfi sem starfsmenn nota til að vinna málið áfram. Þá er með vefþjónustum gengið frá samskiptum þ.a. hægt sé að fylgjast með framvindu málsins í þjónustugáttinni. Hin leiðin er sú að afgreiða málið í afgreiðsluhluta Idega eGov v3. Málin sendast þá til starfsmanna eftir tilteknum reglum og bíða úrlausnar í umsýslugáttum þeirra.

Stjórnendur fá líka sína gátt

Í þeim tilvikum þegar mál eru afgreidd í umsýslugáttum kerfisins geta stjórnendur fengið aðgang að sérsniðinni stjórnendagátt. Þar hafa þeir ítarlega tölfræði um allt sem fram fer í kerfinu. Stjórnendagáttin getur verið afar gagnlega t.d. þar sem þjónustan er veitt á mörgum stöðum. Þeir geta fylgst með allri starfseminni og afgreiðslu mála á öllum stöðum.

Þjónustugátt á erlendum tungumálum

Opinberir aðilar verða að hafa upplýsingavefi og rafræna miðla á fleiri tungumálum en íslensku. Hægt er með litlum tilkostnaði að þýða þjónustugáttina yfir á erlenda tungu.

Efst á síðu
Footer
©2009 Allur réttur áskilinn IOS hugbúnarður ehf. | Brautarholt 10-14 | 105 Reykjavík | Sími 554 7557 | Hafðu samband