Slogan
Vefkerfi eftir þínu sniði
iwidadc6470e02d4
Þjónustuferlar sveitarfélaga

Síðan 2003 hefur Idega hugbúnaður þróað fjölmargar 24/7 sérlausnir fyrir sveitarfélög bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Allar þessar lausnir byggja á þjónustugátt Idega þar sem íbúar fá “mínar síður”. Starfsmenn sem meðhöndla umsóknir og hvers kyns erindi frá íbúum fá sérsniðnar umsýslugáttir í sama kerfinu. Þannig flæða umsóknir, ákvarðanir og skilaboð á milli stofnana sveitarfélagsins og íbúa á Internetinu, fullkomlega rafrænt.

Skráning í grunnskóla – skólavalsferli

Nýskráning barna í fyrsta bekk grunnskóla fer fram á netinu. Kerfið er stillt fyrir skráningarferli sveitarfélagsins, þ.e. hvort sem um er að ræða skólaval eða fasta hverfaskóla. Í skólavalsferli er sótt um fleiri en einn skóla og þá fer umsóknin á milli skólastjórnenda og foreldra eftir því hvort hún er samþykkt eða hafnað. Að loknu ferlinu hafa öll börn fengið boð um skólavist og foreldrar samþykkt. Allt fer þetta fram á Internetinu í einu og sama kerfinu.

Þegar um er að ræða fasta hverfaskóla sem börnin fara í þá er ferlið einfaldara, þ.e. umsókn frá foreldrum og staðfesting frá skóla.

Grunnskólakerfi Idega skilar að lokum bekkjarlistum yfir í Mentor kerfið.

Skólaskipti nemenda

Nemendur geta fært sig á milli grunnskóla, t.d. þegar fjölskyldur flytja í ný hverfi eða á milli sveitarfélaga. Ganga þarf frá formlegri skráningu um skólaskiptin. Foreldrar fylla út sérstaka umsókn í kerfinu og skólinn afgreiðir umsóknina. Skóli sem samþykkir þannig nýjan nemanda fær sjálfvirka uppfærslu yfir í Mentor kerfið þ.a. nemandinn er strax kominn á réttan bekkjarlista.

Frístundaheimili – skráningarferli

Flest sveitarfélög bjóða uppá vistun grunnskólabarna eftir að skóla lýkur. Slík þjónusta hefur ýmis nöfn, t.d. frístundaheimili í Reykjavík. Sótt er sérstaklega um slíka þjónustu í upphafi skólaárs. Foreldrar geta gengið frá umsókn í þjónustugátt Idega kerfisins. Í umsókninni koma fram allar nauðsynlegar upplýsingar, m.a. greiðslur frá foreldrum og greiðslufyrirkomulag.

Frístundaheimilin staðfesta umsóknir og kerfið skilar þeim öllum nauðsynlegum upplýsingum um börnin, t.d. viðvera, matarkaup o.fl.

Mataráskrift í skólum

Afar þægilegt er fyrir foreldra að geta gengið frá pöntun á skólamat fyrir börnin sín í þjónustugátt sveitarfélagsins. Skólinn skilgreinir í upphafi hvað boðið er uppá og hvað það kostar, t.d. hádegismatur, síðdegishressing og ávextir. Á einfaldan hátt ganga foreldrar frá mataráskrift. Áður en pöntunin er send sjá þeir hvað hún kostar og valið er greiðslufyrirkomulag.

Matarumsjónarmenn fá um leið yfirlit yfir pantanir fyrir hvern dag fyrir sig. Kerfið sendir skrá yfir í fjárhagskerfi sveitarfélagsins sem stýrir innheimtu mataráskriftar.

Með þessu móti losna foreldar við pappírssnepla frá skólunum, ekki þarf að millifæra greiðslur til skólans o.s.frv. Hægt er að ganga frá málunum í eitt skipti fyrir öll, heima í stofu þegar manni hentar.

Ferðalög í skólum

Skólastjórnendur og kennarar geta sett upp í kerfinu hvers kyns atburði, t.d. ferðalög. Þá sendast skilaboð til foreldra sem þurfa að samþykkja þátttöku barnsins og í sumum tilfellum að greiða þátttökugjald.

Skólastjórnendur fá uppfærðan lista yfir staðfesta þátttöku um leið og skráning á sér stað.

Hægt er að nýta þetta kerfi líka fyrir hvers konar þjónustukaup foreldra t.d. efniskaup.

Leikskólakerfi

Idega eGov inniheldur heildstætt leikskólakerfi fyrir sveitarfélög. Í kerfinu eru umsóknir sem foreldrar ganga frá í þjónustugátt sinni, öll skilaboð varðandi umsóknir, biðlistastýringar, vistunarsamningar, greiðslur og nemendalistar.

Með leikskólakerfinu er hægt að tengja saman foreldra, leikskóla og miðlæga stýringu málaflokksins í eitt heildstætt upplýsingakerfi.

Með leikskólakerfi Idega eGov auka sveitarfélög rafræna þjónustu og bæta upplýsingagjöf til foreldra.

Skráning í tónlistaskóla – umsóknarferli

Skólaskráningarkerfi Idega eGov hefur verið aðlagað fyrir tónlistaskóla. Nú geta tónlistaskólar skilgreint í stofngögnum ýmis sértæk atriði sem nauðsynleg eru fyrir umsóknir. Þar má nefna hvaða hljóðfæri er kennt á, námsstig, o.fl.

Hægt er að gera umsókn á marga skóla í tiltekinni forgangsröðun. Umsóknin fer síðan á milli skóla ef henni er hafnað. Skilaboð um ákvarðanir og stöðu mála sendast sjálfkrafa frá kerfinu til þess sem sendi umsóknina.

Þegar umsókn er samþykkt uppfærast nemendalistar.

Heilsugátt – tímabókanir og lyfseðlar

Heilsugæslustöðvar á Íslandi nýta sjúkraskrárkerfið Saga fyrir tímabókanir, útgáfu lyfseðla, færslur í sjúkraskrá o.fl. Idega hugbúnaður hefur skrifað heilsugátt ofan á það kerfi. Heilsugáttin er hluti af þjónustugátt sveitarfélagsins þar sem íbúar geta bókað tíma hjá lækni eða hjúkrunarfræðingi og pantað endurnýjun á lyfseðli.

Heilsugáttin er í notkun hjá Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Þar hefur þessari nýju þjónustu verið vel tekið enda er þægilegt fyrir íbúa að geta pantað þjónustu heilsugæslunnar þegar þeir eru innskráðir í þjónustugátt sveitarfélagsins. Fólki finnst eðlilegt að geta endurnýjað lyfseðil án þess að þurfa að eltast við lækni eða hjúkrunarfræðing í síma. Þægilegt er að hafa yfirlit á netinu yfir lausa tíma hjá heilsugæslunni þegar pantaður er tími með einum músarsmelli.

Tímabókanir og endurnýjun lyfseðla flytjast sjálfvirkt með vefþjónustu yfir í sjúkraskrárkerfið.

Rafræn þjónustugátt samþætt málaskrárkerfi

Sveitarfélög sem nýta málaskrár- og skjalavörslukerfi til skráningar innsendra erinda og mála, geta tengst íbúum sínum rafrænt með þjónustugátt Idega eGov.

Er ekki jákvætt að geta boðið íbúum uppá það að geta fylgst með stöðu innsendra mála í aðlaðandi þjónustugátt á netinu? Er ekki jákvætt ef hægt er að koma skilaboðum strax til íbúa þ.a. hann neyðist ekki til þess hringja til eða heimsækja bæjarstjórnarskrifstofuna?

Sveitarfélög þurfa ekki að skipta út þeim málaskrár- og skjalavörslukerfum sem þau nýta í dag. Þjónustugátt Idega eGov er einfaldlega tengd við kerfin með stöðluðum vefþjónustum. Innsend mál í þjónustugáttinni sendast sjálfkrafa yfir í málaskrárkerfið og svo þegar staða málsins breytist þá sendast skilaboð yfir frá málaskrárkerfinu í þjónustugáttina á netinu.

Efst á síðu
Footer
©2009 Allur réttur áskilinn IOS hugbúnarður ehf. | Brautarholt 10-14 | 105 Reykjavík | Sími 554 7557 | Hafðu samband