Slogan
Vefkerfi eftir þínu sniði
iwidadc6470e02d4
Þjónustuferlar ríkisstofnana

Þrátt fyrir að ríkisstofnanir hafi ólík hlutverk og viðfangsefni, eru vissir þættir í starfsemi þeirra sem eru eins frá einni stofnun til annarrar. Allar stofnanir taka t.d. við erindum og málum, meðhöndla málin og svara formlega. Einnig geta samskipti við almenning og aðra hagsmunaaðila verið hliðstæð hjá ólíkum stofnunum. Stjórnarráðið og stofnanir ríkisins hafa s.l. ár staðlað stjórnsýslulega meðferð mála með málaskrárkerfum. Stöðluð málsmeðferð er mikilvæg. Hinsvegar hefur lítið verið gert í rafrænni stjórnsýslu. Undantekningin frá þessu eru skattaframtöl. Nú skila nánast allir framtölum sínum á netinu.

Idega eGov lausnir sem þróaðar voru fyrir sveitarfélög henta jafnvel fyrir ríkisstofnanir. Neytendastofa var fyrsta ríkisstofnunin sem tók Idega eGov í notkun. “Rafræn Neytendastofa” er knúin af Idega eGov. Á örfáum vikum innleiddi Neytendastofa rafræna þjónustu fyrir hina ýmsu hagsmunahópa; Neytendagátt fyrir almenning, Rafverktakagátt fyrir löggilta rafverktaka og Veitugátt fyrir veitufyrirtæki. Fyrirhugað er að fjölga þjónustugáttum fyrir aðra hagsmunaaðila stofnunarinnar.

Samþætting erinda/ ábendinga og stjórnsýslumála

Erinda og ábendingakerfi Idega eGov hentar sérlega vel fyrir ríkisstofnanir. Kynntu þér helstu kosti kerfisins.

Með því að innleiða kerfið fyrir almennar ábendingar og fyrirspurnir er unnt að hagræða í vinnuferlum stofnunarinnar. Fjölmörg mál eru þess eðlis að óþarfi er að skrá þau og meðhöndla í málaskrárkerfum með tilheyrandi skriffinnsku og skjalavörslu. Hægt er að stýra slíkum málum í rafrænni þjónustu. Allt er skráð og varðveitt, en óþarfi er að gera öll samskipti að skjölum og stjórnsýslulegum viðfangsefnum. Ef upp koma mál sem gera verður að stjórnsýslumáli, þá er málið í Idega eGov kerfinu einfaldlega flutt sjálfvirkt yfir í málaskrárkerfi stofnunarinnar með PDF fylgiskjali. Þar fær málið formlega málaskrármeðhöndlun.

Sérhæfðir umsóknarferlar

Eftir innleiðingu Idega eGov þjónustugáttar með stöðluðum þjónustuferlum, sbr. erinda/ábendingakerfið, er auðvelt að bæta við sérhæfðum ferlum.

Stofnanir ættu t.d. að gera umsóknir rafrænar í þjónustugáttinni. Umsóknir á vefsíðu sem hægt er að skrifa út sem PDF skjal eða umsókn sem sendist í tölvupósti til stofnunarinnar eru ekki rafrænar.

Rafrænar umsóknir sendast sjálfvirkt í gagnagrunn úrvinnslukerfis. Í flestum tilfellum þarf stofnunin að vita hver sendi umsóknina og því er nauðsynlegt að hún sé send frá læstri þjónustugátt. Eðlileg krafa er að sendandi geti fylgst með stöðu málsins og niðurstöðu á Internetinu.

Idega eGov lausnin hentar sérstaklega vel fyrir alla þætti er varða rafrænar umsóknir.

Rafræn skilríki

Idega eGov kerfin frá Idega hugbúnaði hafa verið notuð með góðum árangri í Svíþjóð með rafrænum skilríkum. Þá skráir notandinn sig inn í kerfið með skilríkinu og hann getur einnig skrifað undir skjöl rafrænt.

Nú þegar er búið að byggja inn í Idega eGov kerfið stuðning við lausnina sem bankakerfið og stjórnsýslan innleiða á næstunni fyrir rafræn skilríki. Þegar skírteinin verða gefin út þá verður hægt að nota þau á allar Idega eGov lausnir.

Efst á síðu
Footer
©2009 Allur réttur áskilinn IOS hugbúnarður ehf. | Brautarholt 10-14 | 105 Reykjavík | Sími 554 7557 | Hafðu samband