Slogan
Vefkerfi eftir þínu sniði
iwidadc6470e02d4
Stafrænt sjónvarp – eGov TV

Samstarf Idega við Orkuveitu Reykjavíkur, Reykjavíkurborg og Seltjarnarneskaupstað hefur skilað af sér nýju kerfi í Idega eGov svítuna, sveitarfélagsgátt í stafrænu sjónvarpi, Idega eGov TV. Sjónvarpstækið er þar með upplýsingamiðill á milli sveitarfélagsins og íbúa. Með því að smella á einn takka á fjarstýringunni opnast upplýsingasvæði sveitarfélagsins.

Fréttaveita

Idega eGov kerfið tengir saman fréttaveitur í sveitarfélaginu á netinu og birtir í sjónvarpinu. Allt fréttnæmt á vef sveitarfélagsins, íþróttafélaga, klúbba og félaga koma í sjónvarpið hjá íbúum um leið og fréttirnar eru skráðar á vefinn.

Atburðir – bein lýsing

Með sama hætti og með fréttir, tengir Idega eGov kerfið saman atburðaskráningu í sveitarfélaginu og birtir í sjónvarpinu. Allt það helsta sem er að gerast á staðnum er dregið saman á einn stað – í sjónvarpið.

Flutningsgeta ljósleiðara gerir mönnum kleift að sýna í beinni útsendingu frá atburðum. Með litlum tilkostnaði og fyrirhöfn mætti sýna upptöku frá íþróttaviðburðum, fólk gæti fylgst með í sjónvarpinu frá tónleikum í tónlistaskólanum, o.s.frv.

Tilkynningar

Sveitarfélagið getur sent tilkynningar til fólks í sjónvarpið. Til dæmis um fyrirhugaðar gatnaframkvæmdir, minna fólk á umsóknir eða t.d. fresti til að skila inn áliti vegna tillagna um nýtt deiliskipulag.

Myndefni – Ljósmyndasöfn og vídeó

Mörg sveitarfélög eiga mikið myndefni sem ástæða er til að gera aðgengilegt fyrir fólkið sem býr á staðnum. Hverjir hafa ekki gaman af því að skoða ljósmyndir og vídeóupptökur frá atburðum liðinna ára? Þannig er hægt að upplifa þróun byggðarinnar og rifja upp fyrri tíma – í sjónvarpinu.

Efst á síðu
Footer
©2009 Allur réttur áskilinn IOS hugbúnarður ehf. | Brautarholt 10-14 | 105 Reykjavík | Sími 554 7557 | Hafðu samband