Slogan
Vefkerfi eftir þínu sniði
Rafræn þjónusta hjá Heilbrigðisstofnun Þingeyinga

Heilbrigðistofnun Þingeyinga rekur sex heilsugæslustöðvar í umdæminu og sjúkrahús á Húsavík. Hún var samstarfsaðli í verkefninu “Virkjum alla – rafrænt samfélag” sem var þriggja ára átaksverkefni sveitarfélaganna Aðaldælahrepps, Húsavíkurbæjar og Þingeyjarsveitar, ásamt Heilbrigðisstofnun Þingeyinga og Sparisjóði Suður-Þingeyinga. Verkefnið var styrkt af Byggðastofnun. Verkefninu lauk formlega í árslok 2006 með opnun á rafrænni þjónustugátt sem knúin er af idegaWeb eGov kerfi Idega.


Verkefnið

Rafrænu gáttinni sem þróuð var í verkefninu “Virkjum alla – rafrænt samfélag” er skipt í fimm torg, Skjálfandatorg, íbúatorg, þekkingartorg, heilsutorg og sparitorg. Markmiðið með heilsutorginu var að stuðla að bættri þjónustu við íbúa með auknu aðgengi og fræðslu um heilsu og heilbrigði. Ákveðið var að á heilsutorgi ættu íbúar á svæðinu að geta pantað tíma hjá heimilislækni, spjallað við hjúkrunarfræðing í netsamtali og endurnýjað lyfseðla.

Framkvæmdin

Eins og flestar heilbrigðisstofnanir í landinu notar Heilbrigðisstofnun Þingeyinga sjúkraskrárkerfið Sögu. Sögukerfið og Idega kerfið voru tengd saman með vefþjónustum. Starfsmenn skilgreina lausa tíma hjá heilbrigðisstarfsmönnum sem íbúar geta bókað beint á netinu. Þegar íbúi skráir sig inn í rafrænu gáttina þá getur hann valið um lausa tíma á netinu. Með nokkrum músarsmellum velur hann tíma og bókar. Þá sendist sú bókun yfir í bókunarhluta Sögukerfisins þar sem starfsmenn hafa heildaryfirsýn yfir bókaða tíma.

Íbúar sem eru innskráðir í rafrænu gáttina hafa möguleika að fá endurnýjun á lyfjum með einföldum samskiptum yfir netið. Auk þess er hægt að smella á “netsamtal” og beinlínis kalla á hjúkrunarfræðing eða móttökuritara ef mann vantar aðstoð eða upplýsingar. Netsamtalið byggir á hugbúnaði frá Modernus sem var samþættur við Idega kerfið.

Niðurstaðan

Að sögn stjórnenda Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga hefur heilsutorginu verið mjög vel tekið. Nú þegar vilja fjölmargir íbúar á svæðinu nýta sér þessa nýju þjónustu og í framtíðinni mun þeim fjölga þegar fólk hefur vanist þessari nýbreytni.

Efst á síðu
Footer
©2009 Allur réttur áskilinn IOS hugbúnarður ehf. | Brautarholt 10-14 | 105 Reykjavík | Sími 554 7557 | Hafðu samband