Slogan
Vefkerfi eftir þínu sniði
Seltjarnarnes

SeltjarnarnesSeltjarnarneskaupstaður er 5.000 manna bæjarfélag á vestanverðu stórreykjavíkursvæðinu. Seltjarnarnes er þekkt fyrir að vera eitt helsta vígi sjálfstæðismanna í landinu og þar er skuldsetning bæjarfélagsins á hvern íbúa lægst á landsvísu.


Verkefnið

Seltjarnarneskaupsstaður er fyrsta bæjarfélagið á Íslandi þar sem Orkuveita Reykjavíkur leggur ljósleiðara í öll heimili. Í tengslum við ljósleiðaravæðinguna ákvað bæjarstjórnin að koma á fót rafrænni þjónustu fyrir bæjarbúa, sem m.a. nýtir þá möguleika sem felast í ljósleiðaravæddu bæjarfélagi.

Í byrjun árs 2006 var gengið frá samningi á milli Idega hugbúnaðar og Seltjarnarneskaupsstaðar um “Rafrænt Seltjarnarnes”. Samhliða því var samið um þróun á sveitarfélagagátt fyrir sjónvarp (eGov TV).

Framkvæmdin

Lausn Idega sem sett hafði verið upp og tekin í notkun í verkefnunum “Sunnan 3” á suðurlandi og “Virkjum alla” á norðurlandi hentaði að mestu óbreytt fyrir Seltjarnarnes. Eftir nákvæma skoðun var ákveðið að innleiða lausnina að mestu óbreytta en samræma útlit að heimasíðu Seltjarnarnes.

Á örfáum vikum var lausnin aðlögðuð Seltjarnarnesi. Haldin voru námskeið fyrir starfsmenn bæjarins m.a. skólastjórnendur, leikskólastjórnendur, starfsmenn bæjarskrifstofu o.fl. Þegar kerfið var síðan opnað var búið að skilgreina nýja vinnslu- og samskiptaferla.

Sveitarfélagsgáttin fyrir sjónvarp er þróuð sem sjálfstæð kerfiseining í Rafrænu Seltjarnarnesi. Sjónvarpsgáttin nýtir upplýsingar frá Rafrænu Seltjarnarnesi, heimsíðu bæjarins, heimasíðu íþróttafélagsins o.fl.

Niðurstaðan

Í janúar 2007 hafa rúm 400 heimili stofnað þjónustugátt og nýta þær rafrænu þjónustur sem þar eru í boði. Ætla má að það sé um fjórðungur allra heimila og flest eða öll heimili með börn á skólaaldri.

Innleiðingin gekk hratt og vandræðalaust fyrir sig. Allir aðilar voru snöggir að laga sig að nýjum kerfum og nýjum vinnuferlum.

Fyrirhugað er að bæta við ýmiskonar virkni til að bæta enn frekar þá þjónustu sem komin er.

Sjónvarpsgáttin er tilbúin til notkunar þegar ljósleiðaravæðingin er yfirstaðin og þjónustuveita Orkuveitunnar tilbúin til notkunar.

Efst á síðu
Footer
©2009 Allur réttur áskilinn IOS hugbúnarður ehf. | Brautarholt 10-14 | 105 Reykjavík | Sími 554 7557 | Hafðu samband