Slogan
Vefkerfi eftir þínu sniði
Okkar metnaður er þinn hagur

Idega hugbúnaður hefur á undanförnum árum tekið að sér stór og flókin verkefni þar sem tengdir aðilar hafa sameinast um heildarlausnir. Þar má nefna Felix kerfið fyrir íþróttahreyfinguna og UMFÍ. Notendur kerfisins skipta þúsundum, en það eru öll sérsambönd, öll íþróttafélög og deildir þeirra ásamt öllum aðilum innan UMFÍ. Annað dæmi er Golf.is fyrir Golfsamband Íslands og alla golfklúbba í landinu.

Íbúðaleigukerfi Idega sem smíðað var fyrir Stúdentagarða Félagsstofnunar Stúdenta hefur auk þess verið innleitt fyrir Byggingarfélagi námsmanna. Þar með eru allir stúdentagarðar á höfuðborgarsvæðinu með kerfið í notkun.

Nú þegar er Idega hugbúnaður leiðandi sölu- og þjónustuaðili fyrir rafrænar þjónustugáttir og rafræna þjónustuferla á Internetinu fyrir sveitarfélög. Þau sveitarfélög sem hafa innleitt slíkar lausnir eru langflest viðskiptavinir Idega. Búið er að þróa og innleiða fjölmarga þjónustuferla og gagnvirk samskipti á milli sveitarfélaga og íbúa.

Með innleiðingu á rafrænni þjónustugátt Neytendastofu, sem opnuð var í byrjun árs 2007 varð til fullbúin aðlaðandi 24/7 rafgátt fyrir ríkisstofnanir.

Fjölmargir ferðaþjónustuaðilar nýta birgðahalds- og bókunarkerfi Idega fyrir sölu á netinu. Stærri aðilar hafa samið um að nýta kerfið fyrir allar bókanir hvort sem þær koma á Internetinu eða yfir boðið.

Helstu viðskiptavinir á Íslandi:

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, UMFÍ og öll íþróttafélög
Golfsamband Íslands og allir golfklúbbar á Íslandi
Neytendastofa
Reykjavíkurborg
Seltjarnarneskaupsstaður
Árborg
Hveragerði
Ölfus
Norðurþing
Aðaldælahreppur
Þingeyjasveit
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga
Stúdentagarðar Félagsstofnunar Stúdenta
Byggingarfélag námsmanna
Íþróttabandalag Reykjavíkur
Reykjavíkurmaraþon
G. Tyrfingsson
City Centre - Upplýsingamiðstöð Reykjavíkurborgar
Sæferðir

Helstu viðskiptavinir í Svíþjóð:

Nacka Kommun
Täby Kommun
Sollentuna Kommun
Danderyd Kommun

Efst á síðu
Footer
©2009 Allur réttur áskilinn IOS hugbúnarður ehf. | Brautarholt 10-14 | 105 Reykjavík | Sími 554 7557 | Hafðu samband