Slogan
Vefkerfi eftir þínu sniði
Þróunar- og tækniumhverfi

Idega hugbúnaður starfar í opnu þróunar- og tækniumhverfi. Hugbúnaður Idega er þróaður í Java TM og byggir á Java EE staðlinum frá Sun Microsystems. Kerfin eru ekki háð tilteknum stýrikerfum, gagnagrunnum eða viðfangamiðlurum. Flestar eGov lausnir Idega keyra á gagnagrunni og viðfangamiðlara frá Oracle. Öll íþróttahreyfingin á Íslandi notar félaga- og vefumsjónarkerfi frá Idega, sem er knúið af tækniumhverfi frá Microsoft. Idega nýtir auk þess mjög mikið “open source” hugbúnaði í rekstri kerfa. Þar má nefna Linux stýrikerfið, Tomcat viðfangamiðlarann og Apache vefmiðlarann.

Idega hugbúnaður hefur mikla reynslu í þátttöku í “open source” verkefnum. Við höfum nýtt okkur ýmis opin verkefni til að flýta fyrir þróun lausna og við leggjum til þróunarvinnu til slíkra verkefna. “Open source” verkefni eru jafnan í fararbroddi þegar kemur að því að innleiða nýja staðla og hvers kyns nýjungar í hugbúnaðarþróun. Með þessu móti hefur Idega tekist að vera leiðandi í þróun vefkerfa.

Í sjálfri þróunarvinnunni notar Idega ýmsan “open source” búnað, s.s. Eclipse frá IBM og Maven, sem er orðið vinsælt kerfi meðal "open source" verkefna og er m.a. notað til útgáfustýringar og til að auðvelda þróun á stórum hugbúnaðarverkefnum með því að brjóta þau niður í smærri meðfærilegri einingar.

Idega hugbúnaður er samstarfsaðili IBM. Hægt er að setja Idega kerfin upp í IBM tæknibúnaði, t.d. DB2 gagnagrunni og WebSphere viðfangamiðlara. Fyrirhugað er að bjóða Idega lausnir sem samofnar einingar í IBM Workplace umhverfinu. Þar fylgir Idega alþjóðlegum portlets stöðlum, sem IBM tekur þátt í að móta.

Footer
©2009 Allur réttur áskilinn IOS hugbúnarður ehf. | Brautarholt 10-14 | 105 Reykjavík | Sími 554 7557 | Hafðu samband