Idega hugbúnaður hf. er leiðandi fyrirtæki á sviði rafrænnar stjórnsýslu.
Í dag ætlast fólk til þess að fyrirtæki og þjónustustofnanir komi á fót gagnvirkum þjónustuveitum á netinu þar sem hægt er að ganga frá málum milliliðalaust, hratt og örugglega. Idega hugbúnaður hf. sérhæfir sig í þróun og innleiðingu slíkra hugbúnaðarkerfa fyrir sjálfsafgreiðslu á Internetinu. Með lausnum frá Idega slærð þú tvær flugur í einu höggi, innleiðir nútímalega þjónustu og sparar fjármuni með endurhögun vinnuferla.Kjarnahugbúnaður Idega – idegaWeb ePlatform – hefur fengið alþjóðlega viðurkenningu og knýr stór vefkerfi bæði hér á landi og erlendis. Hér getur þú kynnt þér helstu kosti idegaWeb ePlatform.
Kerfi Idega fyrir rafræna stjórnsýslu sveitarfélaga - idegaWeb eGov - er í notkun hjá Reykjavíkurborg og mörgum öðrum sveitarfélögum landsins. Nú er um helmingur þjóðarinnar með þjónustugátt í eGov kerfi Idega. Ríkisstofnanir geta auk þess innleitt idegaWeb eGov hratt og örugglega sem heildarlausn fyrir rafræna stjórnsýslu. Nánari upplýsingar um idegaWeb eGov er að finna hér.
Íþróttahreyfingin á Íslandi hefur valið Idega sem samstarfsaðila. Öll íþróttafélög á Íslandi nýta lausnir frá Idega í starfsemi sinni.
Yfir 200 ferðaþjónustuaðilar á Íslandi nýta sjálfvirkt birgðahalds- og bókunarkerfi Idega og nánast allir stúdentagarðar á Íslandi stýra umsóknum, biðlistum og útleigu íbúða í kerfi frá Idega.
Kynntu þér hvernig Idega getur orðið að liði.