Slogan
Vefkerfi eftir þínu sniði
Idega hugbúnaður og Reykjavíkurborg skrifa undir samstarfssamning.
Í dag skrifuðu Idega og Reykjavíkurborg undir formlegan samstarfssamningu um Rafræna Reykjavík - Rafræna stjórnsýslu fyrir Reykjavíkurborg.

Með samningi þessum er Idega aðalsamstarfsaðili Reykjavíkurborgar í þróun og rekstri á “Rafræn Reykjavík”. Markmið samningsins er m.a. að standa að nýsköpun og þróun sem tryggir að Reykjavíkurborg sé í fremstu röð hvað varðar rafræna stjórnsýslu.

Samningurinn markar tímamót fyrir Idega. Með honum felst mikil viðurkenning á þeim lausnum sem Idega hefur þegar þróað og innleitt fyrir Reykjavíkurborg. Í framtíðinni munu samningsaðilar vinna þétt og náið saman að nýjum verkefnum sem auka rafræna þjónustu fyrir borgarbúa.

Til baka
Footer
©2009 Allur réttur áskilinn IOS hugbúnarður ehf. | Brautarholt 10-14 | 105 Reykjavík | Sími 554 7557 | Hafðu samband